Nýjast á Local Suðurnes

Opna matvöruverslun í Vogum

Sveitarfélagið Vogar hefur gert samning við fyrirtækið Grocery Store ehf um leigu á verslunarrými í Iðndal 2 en þar hyggst fyrirtækið hefja rekstur matvöruverslunar.

Í fundarferð bæjarráðs sem fjallaði um málið á fundi sínum í gær kemur fram að bæjarráð fagni því að samningar hafi tekist við rekstraraðila um rekstur matvöruverslunar í Vogum og óskar bæjarráð nýjum rekstraraðilum góðs gengis.

Eigendur Grocery Store ehf hafa yfir 10 ára reynslu af rekstri matvöruverslana og reka fimm matvöruverslanir á höfuðborgarsvæðinu og eina á Akranesi. Stefnt er að opnun verslunarinnar í næsta mánuði.