Nýjast á Local Suðurnes

Skyndibitakeðja lokar í Reykjanesbæ

Veitingastaðnum Dirty burger & ribs, sem rekinn hefur verið í tæpt ár í húsnæði sem áður hýsti gömlu Aðalstöðina við Hafnargötu hefur verið lokað. Dirty burger & ribs rekur enn tvo staði á höfuðborgarsvæðinu, við Miklubraut og í Austurstræti.

“Bærinn er á uppleið og við teljum að það sé pláss fyrir okkar gæða borgara í veitingaflórunni sem er þar fyrir,“ sagði framkvæmdastjóristjóri staðarins í samtali við stærsta héraðsfréttamiðil landsins rétt áður en staðurinn opnaði fyrir tæpu ári síðan.