Nýjast á Local Suðurnes

Réðst á flugfreyju og beit farþega

Lögreglumenn úr flugstöðvardeild lögreglunnar á  Suðurnesjum voru kvaddir á Keflavíkurflugvöll aðfararnótt sunnudagsins vegna ölvaðs flugfarþega sem var um borð í vél sem var að koma inn til lendingar. Konan sem um ræddi hafði látið öllum illum látum í flugvélinni og meðal annars ráðist á flugfreyju með ofbeldi. Þegar tveir farþegar gengu á milli beit konan annan þeirra í handlegginn og klóraði hinn. Þeim tókst þó að koma henni í sæti og var hún bundin við það þar til að lögreglumenn komu um borð.

Við handtöku veitti hún mótspyrnu og þurfti að færa hana í lögreglutök og síðan í handjárn áður en hún var flutt á lögreglustöð. Hún gerðist sek um ölvun á almannafæri, líkamsárás og brot á lögum um öryggi loftfara.