Nýjast á Local Suðurnes

Tvö vinnuslys á Suðurnesjum

Slys varð í fiskverkunarfyrirtæki í Grindavík í gær þegar starfsmaður var að skipta um hnífa í flökunarvél skarst á hendi. Var hann fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem skurðurinn var saumaður saman.

Þá féll eigandi líkamsræktarstöðvar úr stiga niður á steypt gólf, eftir því sem segir í tilkynningu frá lögreglu. Hann var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, þar sem hann fann til eymsla.