Óklár á reglum um akstur í hringtorgi og olli árekstri

Árekstur varð í hringtorgi við Fitjar í Njarðvíkurhverfi Reykjanesbæjar á dögunum, en samkvæmt tilkynningu lögreglu var þar á ferðinni erlendur ökumaður sem var ekki klár á þeim reglum sem gilda um um akstur í hringtorgi sem aftur leiddi til óhappsins.
Þá hafa nokkur fleirri umferðaróhöpp orðið í umdæminu á síðustu dögum. Bifreið var ekið yfir stöðvunarskyldu í veg fyrir aðra bifreið og skullu þær saman. Farþegi annarrar bifreiðarinnar var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Bifreiðirnar voru óökufærar.