Nýjast á Local Suðurnes

Óklár á reglum um akstur í hringtorgi og olli árekstri

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Árekst­ur varð í hring­torgi við Fitj­ar í Njarðvíkurhverfi Reykjanesbæjar á dögunum, en samkvæmt tilkynningu lögreglu var þar á ferðinni er­lend­ur ökumaður sem  var ekki klár á þeim regl­um sem gilda um um akst­ur í hring­torgi sem aft­ur leiddi til óhapps­ins.

Þá hafa nokk­ur fleirri um­ferðaró­höpp orðið í um­dæm­inu á síðustu dög­um. Bif­reið var ekið yfir stöðvun­ar­skyldu í veg fyr­ir aðra bif­reið og skullu þær sam­an. Farþegi annarr­ar bif­reiðar­inn­ar var flutt­ur með sjúkra­bif­reið á Heil­brigðis­stofn­un Suður­nesja. Bif­reiðirn­ar voru óöku­fær­ar.