Nýjast á Local Suðurnes

Tíu missa vinnuna hjá Lagardère – Færri sumarstörf í boði hjá fyrirtækinu

Lagardère Travel Retail á Íslandi sem rekur veitingastaðina Mathús, Nord, Kvikk Café, Segafredo, Pure Food Hall, Loksins bar og Loksins bar Reykjavík í Flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur sagt upp 10 starfsmönnum.

Uppsagnirnar koma til vegna gjaldþrots WOW-air að sögn framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Þá verður ráðist í skipulagsbreytingar sem munu snerta allar rekstrareiningarnar að einhverju leyti. Staðan sem nú er upp komin mun einnig hafa áhrif á ráðningar í sumarstörf.