Nýjast á Local Suðurnes

Sektaður um 70 þúsund krónur fyrir sex grömm

Flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum var tilkynnt um helgina um karlmann sem stöðvaður hafði verið í vopnaleit í Flugstöð Leifs Eiríkssonar með kannabis í fórum sínum. Var maðurinn á leið úr landi.

Hann reyndist vera með rétt tæp sex grömm og þurfti að greiða samtals 74 þúsund krónur í sekt. Að því búnu hélt hann sína leið.