Nýjast á Local Suðurnes

Íbúar hreinsa Innri-Njarðvíkurhverfi – Förguðu 11 tonnum af rusli á síðasta ári

Íbúar Innri-Njarðvíkurhverfis munu taka höndum saman laugardaginn 13. maí næstkomandi frá klukkan 11.00-16.00 og hreinsa rusl í nærumhverfinu. Dagurinn var fyrst haldinn á síðasta ári og líkt og þá mun Reykjanesbær leggja til poka og gáma, auk þess að greiða fyrir fögun á ruslinu.

Fjöldi fólks tók þátt í verkefninu á síðasta ári, sem þótti takast einstaklega vel, en um 11 tonnum af rusli var fargað. Eins og á síðasta ári verður árangrinum svo fagnað með grillveislu við Akurskóla.

Skipuleggjendur óska eftir að fólk sem getur verið á bíl með kerru bjóði sig fram, en hægt er að tilkynna þátttöku á Facebook-viðburðinum.