Nýjast á Local Suðurnes

Fótbolti.net mótið hefst í kvöld – Keflavík leikur í Reykjaneshöll

Fyrsti mótsleikur ársins hjá knattspyrnuliði Keflavíkur fer fram í kvöld en hann er í B-deild Fótbolta.net-mótsins.  Andstæðingurinn er Huginn/Höttur/Leiknir sem tefla fram sameiginlegu liði í mótinu.

Leikurinn verður í Reykjaneshöllinni í kvöld, föstudag kl. 20:20.  Dómari verður Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson og aðstoðardómarar þeir Hjalti Þór Halldórsson og Breki Sigurðsson.

Grindvíkingar taka á móti Selfyssingum í sama móti á mogun laugardag klukkan 14, sá leikur fer einnig fram í Reykjaneshöll.