Nýjast á Local Suðurnes

Talsvert tjón á bifreiðum vegna óveðurs

Myndin tengist fréttinni ekki að öðru leiti en því að á henni eru bílar

Lögregla og björgunarsveitir á Suðurnesjum höfðu í nógu að snúast í óveðrinu sem gekk yfir síðdegis í gær. Í morgun var lögreglu tilkynnt um talsvert tjón á þremur bifreiðum á Ásbrú sem virtist tilkomið þannig að lausamunir hefðu fokið á þær. Í nótt var tilkynnt um að farangursvagnar hefðu fokið á bifreið á Keflavíkurflugvelli. Í gærkvöld var meðal annars tilkynnt um bifreið á Ásbrú sem skilin hafði verið eftir án þess að vera í gír eða handbremsu og var hún byrjuð að fjúka af stað þegar gripið var í taumana.

Þá bárust margar tilkynningar um þakplötur sem voru farnar af stað í storminum og aðra lausamuni sem þurfti að koma böndum á svo þeir yllu ekki tjóni.