Nýjast á Local Suðurnes

Stopp hópurinn fundaði með Samgöngunefnd: “Boltinn er nú hjá ráðamönnum”

Framkvæmdahópur Stopp – Hingað og ekki lengra hópsins átti í morgun fund með Umhverfis og Samgöngunefnd alþingis. Fyrir hönd nefndarinnar sátu fundinn þingmennirnir Höskuldur Þórhallsson, sem er formaður nefndarinnar, Katrín Júlíusdóttir, Vilhjálmur Árnason og Elin Hirst.

Fram kemur í pistli sem Guðbergur Reynisson skrifar á Facebook-síðu hópsins að fundurinn hafi tekist vel og að formaður nefndarinnar ætli að eiga fund með Innanríkisráðuneytinu og skoða málin alvarlega.

Þá segir Guðbergur í pistli sínum að boltinn sé nú hjá ráðamönnum. “Boltinn er nú hjá ráðamönnum en við eigum enn eftir að heyra frá Fjármálaráðherra, og munum svo eiga samtal við skipulagsyfirvöld á Suðurnesjum og Vegagerðina, það eru næstu skref.”