Tæplega 30% hafa greitt atkvæði – Búist við fyrstu tölum um klukkan 22

Það sem af er degi hefur kjörsókn í Suðurkjördæmi verið örlítið dræmari en í undanförnum kosningum. Suðurkjördæmi er það fjórða stærsta á landinu, en tæplega 35.000 manns hafa rétt til að kjósa í kjördæminu. Klukkan 15 í dag höfðu 29,93% greitt atkvæði. Í alþingiskosningunum 2013 höfðu 32,67% kosið á sama tíma og 36,04% í alþingiskosningunum 2009.
Suðurkjördæmi er það víðfermasta á landinu, en það nær frá sveitarfélaginu Hornafirði til sveitarfélagsins Garðs á Reykjanesi. Búast má við að fyrstu tölur úr kjördæminu berist um klukkan tíu í kvöld.