Nýjast á Local Suðurnes

Skel og Samkaup framlengja viðræðum um samruna

Verslun Nettó við Krossmóa

Fjárfestingafélagið Skel og Samkaup hafa ákveðið að framlengja sam­runa­við­ræðum, sem hafa staðið yfir undanfarið til 15. maí næstkomandi, en niðurstöður áttu að liggja fyrir á föstudag.

„Í ljósi þess að við­ræður aðila, sem lúta m. a. að heildar­mati á við­skipta­legum og sam­keppnis­legum sjónar­miðum, eru yfir­standandi hafa aðilar komist að sam­komu­lagi um að fram­lengja,” segir í Kaup­hallar­til­kynningu.

Fjár­festinga­fé­lagið, sem stýrt er af Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, stofnanda Bónus, hefur í huga að sam­eina Sam­kaup við Orkuna og Heim­kaup, sem eru nú þegar í eigna­safni Skeljar.

Sam­kaup, sem er með höfuðstöðvar í Reykjanesbæ, rekur 64 mat­vöru­verslanir víðs vegar um landið undir fjórum vöru­merkjum: Sam­kaup, Nettó, Kjör­búðin og Iceland.