Skel og Samkaup framlengja viðræðum um samruna
Fjárfestingafélagið Skel og Samkaup hafa ákveðið að framlengja samrunaviðræðum, sem hafa staðið yfir undanfarið til 15. maí næstkomandi, en niðurstöður áttu að liggja fyrir á föstudag.
„Í ljósi þess að viðræður aðila, sem lúta m. a. að heildarmati á viðskiptalegum og samkeppnislegum sjónarmiðum, eru yfirstandandi hafa aðilar komist að samkomulagi um að framlengja,” segir í Kauphallartilkynningu.
Fjárfestingafélagið, sem stýrt er af Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, stofnanda Bónus, hefur í huga að sameina Samkaup við Orkuna og Heimkaup, sem eru nú þegar í eignasafni Skeljar.
Samkaup, sem er með höfuðstöðvar í Reykjanesbæ, rekur 64 matvöruverslanir víðs vegar um landið undir fjórum vörumerkjum: Samkaup, Nettó, Kjörbúðin og Iceland.