Nýjast á Local Suðurnes

Mikill kraftur í framkvæmdum við tvöföldun Reykjanesbrautar

Mikill kraftur er í framkvæmdum við tvöföldun Reykjanesbrautar, á milli Hafnarfjarðar og Hvassahrauns og útlit er fyrir að framkvæmdir klárist á undan áætlun, en verkinu á að ljúka þann 30. júní 2026. 

Verkið snýst í heild sinni um tvöföldun Reykjanesbrautar á um 5,6 km kafla milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns  ásamt aðliggjandi hliðarvegum. Einnig er inni í verkinu bygging fimm brúarmannvirkja og einna undirganga úr stáli. Verk þetta er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Hafnarfjarðarbæjar, HS Veitna, Mílu, Orkufjarskipta, Ljósleiðarans, Carbfix og Veitna.  

Þrátt fyrir að hraði sé tekinn niður á vinnusvæðinu þá er algengt að þær hraðatakmarkanir séu ekki virtar, segir á vef Vegagerðarinnar. Það skapar töluverða hættu á vinnusvæðinu fyrir þá starfsmenn sem þar vinna og auðvitað fyrir alla vegfarendur. Það eru eindregin tilmæli til ökumanna að hægja á sér og virða hraðatakmarkanir, þær eru ekki settar upp að ástæðulausu.