Nýjast á Local Suðurnes

Bjóða ókeypis hleðslu

N1 hef­ur opnað fyr­ir hraðhleðslu í Reykja­nes­bæ og geta íbú­ar nú hlaðið bíla sína þar frítt.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá N1. Not­end­ur þurfa ekki að auðkenna sig við hleðslu­stæðin, held­ur er nóg að stinga bíl­un­um í sam­band og hlaða. Um er að ræða sex hraðhleðslu­stæði í Reykja­nes­bæ.

„Við vilj­um koma til móts við ábend­ingu al­manna­varna um að fólk fari spar­lega með raf­magn í íbúa­byggð og hlaði raf­bíla frek­ar í hraðhleðslum á svæðinu,“ er haft eft­ir Ými Erni Finn­boga­syni, fram­kvæmda­stjóra N1 á vef mbl.is.

„Þannig er dregið úr álagi á kerf­inu sem er mjög mik­il­vægt við þær aðstæður sem eru uppi og eru nógu krefj­andi fyr­ir fjöl­skyld­ur á svæðinu. Til að ein­falda þetta enn frek­ar fyr­ir not­end­ur ákváðum við að það væri þeim að kostnaðarlausu að hlaða bíl­inn, svo ekki færi á milli mála að þetta væri aðgengi­legt öll­um.“