Nýjast á Local Suðurnes

Andlitslyfting Hafnargötu – Skiptar skoðanir á skreytingum

Umhverfissvið Reykjanesbæjar hefur farið fremur óhefðbundnar leiðir við fegrun aðalgötu bæjarins, Hafnargötu. Sett hafa verið upp ýmis listaverk til að lífga upp á götumyndina, meðal annars litskrúðugir blómapottar og bekkir, sem mikil ánægja er með ef eitthvað er að marka Fésbókarhópinn “Reykjanesbær-Gerum góðan bæ betri”.

Þá hafa verið settir upp annarskonar bekkir, sem gerðir eru úr dekkjum, um þá eru skiptar skoðanir og hafa tugir manna tjáð sig á Fésbókarsíðunni og eins og gengur og gerist eru skiptar skoðanir, sumir eru hrifnir en aðrir ekki.

“Hvar er Blái herinn. Ekki nóg að fegra strandlengjuna og heiðarnar ef svo sorpinu er sturtað inn í miðjan bæ.” Segir einn af þeim sem ekki eru ánægðir með verkið.

“Þetta er alvöru sköpun… gaman að þessu..
Grasid vísar í gömlu torfbæina t.d og dekkid í hugmyndir um endurnytingu hluta… svo er væntanlega hægt að fa sér sæti…allavega er ég að fìla þetta sköpunarverk…. meira af sköpun.” Segir ein sem er ánægð með að hlutir séu endurnýttir á þennan hátt.

hafnarg1

 

hafnarg2

 

hafnarg3 cover

 

hafnarg4