Reykjanesbær og Jarðvangur Bláa lónsins í samstarf um þróun á 780 hektara svæði
Jarðvangur ehf., fyrirtæki í eigu Bláa lónsins og Gríms Sæmundsen, hefur fjárfest í lóðum á landsvæði sunnan Reykjanesbrautar, til vesturs frá gatnamótunum við Grindavíkurveg og hafa fyrirtækið og Reykjanesbær lýst yfir vilja til að þróa sameiginlega stærra svæði meðfram Reykjanesbraut sem inniheldur einnig útivistarsvæðið við Seltjörn. Þróunarsvæðið er 780 hektarar að stærð og liggur við fjölfarin gatnamót Reykjanesbrautar og Grindavíkurvegar.
Einhver hreyfing virðist vera komin á framvindu verkefnisins, en á síðasta fundi Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar var óskað eftir að breytingar yrðu gerðar á aðalskipulagi í samræmi við greinargerð ALTA um Þróunarsvæði Jarðvangs og mótun sýnar í aðalskipulagi Reykjanesbæjar dags apríl 2020.
Tekið er vel í erindið á fundinum og því vísað til samráðshóps um heildarendurskoðun aðalskipulags.
Hér má sjá þau gögn sem lögð voru fram á fundinum:
Þróunarsvæði Jarðvangs í aðalskipulagi Reykjanesbæjar