Nýjast á Local Suðurnes

Segja allri starfsemi þar sem hreinlæti skiptir sköpum sjálfhætt

Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja lítur svo á að tilmæli Almannavarna, um að fólk og fyrirtæki séu beðin um að spara heitt vatn og rafmagn, beri það með sér að dregið verði úr allri starfsemi sem hægt er að setja á bið.  

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef eftirlitsins, en þar segir jafnframt að ennfremur sé sjálfhætt allri starfsemi þar sem hreinlæti og handþvottur skipta sköpum, nema hægt sé að hita vatn til þessara nota.  Þetta á meðal annars við um veitingaþjónustu, matvælaframleiðslu, skólastarf, íþróttahús, snyrtistofur, tannlæknastofur og aðra sambærilega starfsemi sem fellur undir leyfisskyldu heilbrigðiseftirlitsins.