sudurnes.net
Segja allri starfsemi þar sem hreinlæti skiptir sköpum sjálfhætt - Local Sudurnes
Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja lítur svo á að tilmæli Almannavarna, um að fólk og fyrirtæki séu beðin um að spara heitt vatn og rafmagn, beri það með sér að dregið verði úr allri starfsemi sem hægt er að setja á bið. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef eftirlitsins, en þar segir jafnframt að ennfremur sé sjálfhætt allri starfsemi þar sem hreinlæti og handþvottur skipta sköpum, nema hægt sé að hita vatn til þessara nota. Þetta á meðal annars við um veitingaþjónustu, matvælaframleiðslu, skólastarf, íþróttahús, snyrtistofur, tannlæknastofur og aðra sambærilega starfsemi sem fellur undir leyfisskyldu heilbrigðiseftirlitsins. Meira frá SuðurnesjumHSS takmarkar aðgang vegna Covid 19Líklegt að grímuskylda verði í strætó í ReykjanesbæDráttur á milljarðaframkvæmdum Bandaríkjahers á KeflavíkurflugvelliÁrekstrar og föst ökutæki víðsvegar á SuðurnesjumGríðarlegt álag á bílstjórum – Leggur til að strætókortum flóttafólks verði lokaðTillaga um flutning gæslunnar á Suðurnes flutt í fimmta sinnBæjarfulltrúar þiggja ekki laun í ferð til TrollhättanFyrrverandi sparisjóðsstjóri ákærður fyr­ir umboðssvikKeilir þarf traustan fjárhagslegan grunn til að takast á við breytta tímaErfðagripum stolið – Biður fólk að hafa samband við lögreglu séu slíkir munir boðnir til sölu