Nýjast á Local Suðurnes

Mario í Njarðvík næstu þrjú árin og Logi tekur slaginn áfram

Mario Matasovic hefur framlengt samningi sínum við Njarðvík í Subwaydeild karla til næstu þriggja ára.

Mario átti eitt sitt besta tímabil til þessa í Njarðvíkurbúning með 15,2 stig og 7,5 fráköst að meðaltali í leik en hann kom fyrst til félagsins tímabilið 2018-2019.

Þá tilkynnti fyrirliði liðsins, Logi Gunnarsson, á Instagram að hann myndi taka slaginn eitt tímabilið enn, hið minnsta.