Nýjast á Local Suðurnes

Blái herinn fær rúma milljón frá Umhverfis- og auðlindaráðuneyti

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur úthlutað styrkjum til verkefna á málefnasviði ráðuneytisins. Þá hefur ráðuneytið úthlutað rekstrarstyrkjum til frjálsra félagasamtaka.

Að þessu sinni var einum samtökum á Suðurnesjum veittur styrkur, en Blái herinn fær 1,2 milljónir króna til verkefnisins Hreinsun strandlengjunnar. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið veitir árlega styrki til verkefna á vegum félaga, samtaka og einstaklinga. Í verkefnaúthlutun ráðuneytisins í ár voru 36 milljónir króna til ráðstöfunar. Heildarupphæð umsókna um verkefnastyrki nam rúmlega 141 milljón króna.

Rekstrarstyrkirnir eru veittir félagasamtökum sem starfa á málasviði ráðuneytisins. Í ár námu umsóknir tæpum 58 milljónum króna en til úthlutunar voru 20 milljónir króna.