Nýjast á Local Suðurnes

Brottvísun erlendrar fjölskyldu frestað – Sjáðu myndbandið!

Lögreglan á Suðurnesjum var kölluð til í gærkvöld til að aðstoða við brottvísun erlendrar fjölskyldu, sem búið hefur á Suðurnesjum í töluverðan tíma. Fjölskyldan kallaði til fjölmiðla og vini til að bera atburðinum vitni og eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi var um tilfinningaþrungna stund að ræða.

Brottvísuninni var slegið á frest eftir að lögreglumenn ráðfærðu sig við fulltrúa barnaverndar Reykjanesbæjar.