Nýjast á Local Suðurnes

Undir 50 í sóttkví á Suðurnesjum

Ekk­ert nýtt smit kór­ónu­veirunn­ar greind­ist hér á landi síðasta sól­ar­hring­inn samkvæmt vef Almannavarna og landlæknis, covid.is. Ekkert smit hefur greinst á Suðurnesjum í á annan mánuð.

Þeim sem eru í sótt­kví á Suðurnesjum hefur fækkað jafnt og þétt, en nú sæta 49 manns sóttkví á svæðinu. Á landsvísu fjölg­ar um níu á milli daga og eru 812 tals­ins í sóttkví sem stendur, en 21.469 hafa lokið sótt­kví.