Nýjast á Local Suðurnes

Mugison heldur tónleika á Vitanum í Sandgerði – “Vitinn er geggjaður staður”

Tónlistarmaðurinn góðkunni, Mugison, kemur fram á tónleikum á veitingastaðnum Vitanum í Sandgerði þann 22. október næstkomandi. Mugison greinir frá því á Fésbókarsíðu sinni að hann hafi gist á tjaldsvæðinu í Sandgerði, ásamt fjölskyldu sinni í sumar og upplifað stemninguna á Vitanum.

“Gisti á tjaldstæðinu í Sandgerði í Sumar og fór á Vitann með fjölskylduna, geggjaður staður. Hlakka til að koma aftur.” Segir Mugison.

Hægt er að kaupa miða, eða taka frá, á tónleikana á heimasíðu Mugison hér, auk þess sem það getur borgað sig að taka frá borð á Vitanum, mæta snemma og gæða sér á rómaðri krabbasúpu veitingastaðarins. Hægt er að panta borð með því að notast við netfangið info@vitinn.is eða í síma 423 7755.