Nýjast á Local Suðurnes

Búist við stormi í kvöld – Suðaustan 15-25 m/s

Veðurstofan spáir leiðindarveðri við Suðvesturströnd landsins í kvöld og nótt, en búast má við stormi allt að 25 m/s og töluverðri úrkomu. Draga mun úr vindi í fyrramálið.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir meðal annars: “Suðaustan 15-25 m/s í kvöld, hvassast við SV-ströndina. Úrkomumeira S-til í nótt. Dregur úr vindi í fyrramálið SV-til.”