Nýjast á Local Suðurnes

Herinn framkvæmir fyrir milljarða á Keflavíkurflugvelli

Varn­ar­málaráðuneyti Banda­ríkj­anna gerir ráð fyrir að kostnaður við breytingar á flugskýlum á Keflavíkurflugvelli, vegna komu P-8 flugvéla til landsins, muni nema allt að 2,7 milljörðum króna. Þar af er gert er ráð fyr­ir að um 650 millj­ón­ir króna fari í að koma upp nauðsyn­legri hreinsiaðstöðu og um 200 millj­ónir í skipu­lags- og hönn­un­ar­vinnu. Þetta kemur fram á vef Morgunblaðsins.

Athyglisvert: Ætli herinn sé með þennan á “speed dial”?

Auk uppsetningar á hreinsiaðstöðu þarf að gera breyt­ing­ar á dyr­um flug­skýl­anna auk þess sem nauðsynlegt er að koma raf­magns­mál­um í horf þannig að hægt sé að þjón­usta flug­vél­arn­ar, þá kemur fram á mbl.is að mála þurfi lín­ur á flug­völl­inn. Einnig þarf að styrkja gólf í flug­skýl­un­um vegna þyngd­ar P-8 vél­anna.