Keflavíkurflugvelli lokað eftir að flugvél rann út af flugbraut

Flugvél Primera Air sem lenti á Keflavíkurflugvelli um klukkan fimm í dag, lenti í ókyrrð í lendingu og hafnað að lokum út af flugbrautinni við enda hennar. Farþegar eru enn um borð og verið er að vinna úr þessu, meðal annars rannsóknarnefnd flugslysa. Flugvöllurinn er lokaður af þessum sökum og er vélum beint annað.
Samkvæmt heimildum Suðurnes.net urðu engin slys á fólki við óhappið.