Nýjast á Local Suðurnes

Starfsmenn Brunavarna Suðurnesja heiðraðir á lokahófi Keflavíkur

Starfsmenn Brunavarna Suðurnesja voru heiðraðir á lokahófi knattspyrnudeildar Keflavíkur í gærkvöldi fyrir þeirra áralöngu störf sem sjálfboðaliðar á heimaleikjum Keflavíkur.

Í hverjum einasta leik eru 4-5 starfsmenn frá B.S. mættir í gæslustörf, aðhlynnningu slasaðra leikmanna og ýmislegt fleira og hafa gert þetta með bros á vör í mörg ár. Aðalvarðstjórinn Ómar Ingimarsson hefur stjórnað þessu af mikilli alúð og séð til þess að allar stöður séu mannaðar, segir á Facebook-síðu ÍTR.