Nýjast á Local Suðurnes

Hörkufjör á skemmtistöðum í Reykjanesbæ um verslunarmannahelgina

Skemmtistaðirnir í Reykjanesbæ gera ráð fyrir að einhverjir haldi sig heima um verslunarmannahelgina og munu bjóða upp á hörkustuð. Reynsluboltar sem spilað hafa á þjóðhátíð munu halda uppi stuðinu á H30 og Ráin býður upp á lifandi tónlist alla helgina.

T Kaze byrjar helgina á föstudeginum á H30 og þeytir skífum eins og honum einum er í lagið enda þaulreyndur plötusnúður. á laugardeginum mun DJ Hilmar sjá um að halda fjörinu gangandi, en sá kappi hefur nokkrurm sinnum leikið tónlist fyrir gesti á þjóðhátíð í Eyjum. BS Tempo klárar svo helgina á sunnudeginum en hann hefur einnig tryllt líðinn á Þjóðhátíð.

Á Ránni verður einnig hörku fjör og lifandi tónlist alla helgina. Finnbogi Kjartans mun spila flotta tónlist fyrir gesti veitingastaðarins á föstudag og sunnudag, en á laugardag mun hljómsveitin Upprás halda fjörinu gangandi fram á nótt.