Nýjast á Local Suðurnes

Grunsamlegir menn á hvítum sendibíl eltu uppi börn

Lög­regl­unni á Suður­nesj­um bár­ust tvær til­kynn­ing­ar um grun­sam­lega menn sem óku um á hvít­um sendi­ferðabíl og eltu uppi börn í síðustu viku. Þetta staðfest­ir Ólaf­ur Helgi Kjart­ans­son lög­reglu­stjóri á Suðurnesjum í samtali við mbl.is.

Lög­regla kannaði málið í báðum til­vik­um, en talið var að um sömu ein­stak­linga hafi verið að ræða. Ekki tókst að hafa uppi á mönn­un­um.