Nýjast á Local Suðurnes

Stefnir í milljónabingó í Njarðvík

Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur heldur svokallað fullorðinsbingó þann 16.júní næstkomandi og óhætt er að segja að það stefni í mikla veislu þegar kemur að þeim vinningum sem í boði verða.

Vinningar sem deildinni hafa fallið í skaut frá styrktaraðilum sínum eru af öllum stærðum og gerðum og mun heildarverðmæti þeirra stefna í vel á aðra milljón króna.

Þá verður “fullorðinssjoppa” troðfull af veigum og veitingum opin á svæðinu.

Á fésbókarsíðu Njarðvíkur kemur fram að þegar sé búið að panta helling af borðum og að allt stefni í geggjað kvöld.