Nýjast á Local Suðurnes

Flogið til 66 borga frá Keflavíkurflugvelli í sumar

Ferðavef­ur­inn Túristi hefur tekið saman ferðamöguleika fólks til og frá Keflavíkurflugvelli í sumar og fram á haust. Sam­kvæmt sum­aráætl­un flug­fé­lag­anna, sem er í gildi frá lok­um mars til enda októ­ber­mánaðar, verður flogið til 66 borga í Norður-Am­er­íku og Evr­ópu en þar af eru tíu nýj­ar borgir á listanum. Við þetta bæt­ist svo leiguflug á veg­um ferðaskrif­stofa.

Flug­fé­lög­um sem fljúga hingað til lands hef­ur fjölgað mikið á síðustu árum. Árið 2007 flugu Íslend­ing­ar oft­ar til út­landa en áður. Þá voru flug­fé­lög­in á Kefla­vík­ur­flug­velli fimm. Í sum­ar verða áætl­un­ar­ferðir á veg­um tutt­ugu flugfélaga í gegnum Keflavíkurflugvöll.

Á vef Túrista er að finna kort með áfangastöðunum sem flogið er til frá Keflavíkurflugvelli auk þess em þar er að finna ítarlegri tölfræðilegar upplýsingar um þróunina í áætlunarflugi frá árinu 2007.