Nýjast á Local Suðurnes

Teitur Örlygsson: “Er ekki stoned á bekknum!”

Aðstoðarþjálfari Njarðvíkinga í körfuknattleik, Teitur Örlygsson sá ástæðu til að leiðrétta misskilning sem upp kom varðandi fréttaflutning Morgunblaðsins af “jónumáli” bandaríkjamannsins Michael Craig sem til stóð að gengi til liðs við Njarðvíkinga á dögunum.

Teitur Örlygsson birti þessa mynd á Twitter

Teitur Örlygsson birti þessa mynd á Twitter

Forsaga málsins er sú að Craig, betur þekktur undir nafninu Moby Dick, átti að hefja leik með Njarðvíkingum í byrjun ársins en fékk ekki atvinnuleyfi hér á landi þar sem hann hafði ekki hreina sakaskrá í Bandaríkjunum. Leikmaðurinn mun hafa verið handtekinn fyrir nokkrum árum þegar lögregla í Bandaríkjunum framkvæmdi leit í húsnæði sem leikmaðurinn var staddur í. Við húsleitina fannst að minnsta kosti eitt stykki jóna.

Morgunblaðið birti frétt um málið þar sem fyrirsögn og mynd fara ekki alveg saman að mati Teits eins og sjá má á mynd sem Teitur birti á Twitter-síðu sinni þar sem hann leiðréttir þennan leiðinda misskilning.

“Þið sem lesið bara fyrirsagnir og tengið við mynd, þá er ég ekki stoned á bekknum! Takk,” segir Teitur á Twitter.

Til gamans má geta þess að Local Suðurnes birti frétt um sama mál en vandaði til verka við fyrirsagnagerðina þannig að engin leið væri að misskilja málavexti.