Nýjast á Local Suðurnes

United Silicon hefur tíu daga til að greiða ÍAV milljarð

Verksmiðja Stakksbergs í Helguvík

Í úr­sk­urði Gerðardóms frá því á mánu­dag er United Silicon gert að greiða ÍAV verk­tök­um millj­arð króna vegna van­gold­inna greiðslna í tengsl­um við upp­bygg­ingu kís­il­vers­ fyrirtækisins í Helguvík.

Í úr­sk­urðinum seg­ir að United Silicon hafi tíu daga til að ganga frá greiðslum til ÍAV. Niðurstaða gerðardóms er bind­andi fyr­ir aðila og ekki má fara með slíkt mál fyr­ir dóm­stóla. Þetta kemur fram á vef mbl.is, en þar segir Kristleifur Andrésson, upplýsingafulltrúi kísilversins að verið sé að fara yfir dóminn.

„Þetta er rúm­lega 200 blaðsíðna dóm­ur. Við verðum að fá tíma til að lesa hann yfir og fara yfir hann. Áður verður ekk­ert hægt að segja,“ seg­ir Krist­leif­ur