Nýjast á Local Suðurnes

Lögregla hafði afskipti af ungum drengjum – Stukku fyrir bíla í Youtube-leik

Hópur ungra drengja var í gærkvöld staðinn að þeim háskalega leik að hlaupa fyrir bifreiðir á Hafnargötu í Keflavík. Lögreglumenn á Suðurnesjum ræddu við drengina, sem viðurkenndu að hafa verið að stökkva út á götuna. Kváðust þeir hafa séð myndband á Youtube af slíku athæfi og vildu þeir prófa að leika það eftir. Þeim var bent á að svona háttarlag væri stórhættulegt og lofuðu drengirnir að hætta þessu strax.

Haft var samband við forráðamenn þeirra, auk þess sem tilkynning var send á barnaverndarnefnd.