Nýjast á Local Suðurnes

Staðan á kerfinu góð en rafbílahleðsla aðal áskorunin

Tómas Logi Hallgrímsson, fulltrúi svæðisstjórnar björgunarsveita í aðgerðarstjórn almannavarna á Suðurnesjum, segir, í samtali við Vísi.is, að vandamálið sé ekki rafmagnið á leið inn í bæinn heldur dreifikerfið innan bæjarins. Það sé mikilvægt að íbúar fylgi tilmælum en að staðan sé annars góð.

Samkvæmt Tómasi er rafbílahleðsla helsta áskorunin. Hann biðlar til fólks að nota hraðhleðslustöðvar. Brimborg er með eina slíka og hefur tekið ákvörðun um að lækka verðið. Það sé til skoðunar hjá fleiri aðilum á svæðinu.

„Við erum í sambandi við þessa aðila og þeir virðast ætla að taka vel í það,“ segir Tómas.

„Staðan á kerfunum er þokkalega góð eins og er. Fjöldahjálparstöð er ekki á dagskrá eins og er.“ Sagði Tómas við Vísi.