Nýjast á Local Suðurnes

Ók inn í hlið bifreiðar

Ökumaður sem ekki virti stöðvun­ar­skyldu við gatna­mót Ferjutraðar og Klettatraðar í Reykja­nes­bæ ók inn í hlið bif­reiðar sem ekið var eft­ir Klettatröð. Öku­menn beggja bif­reiðanna sem og tveir farþegar í þeim sögðust finna til verkja eft­ir óhappið.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. Bif­reiðarn­ar voru óöku­fær­ar og fjar­lægðar af slysstað með drátt­ar­bif­reið, segir jafnframt í tilkynningunni.

Þá ók ökumaður á vegrið milli ak­reina á Grinda­vík­ur­vegi þegar hann var að teygja sig eft­ir GPS – tæki sem fallið hafði á gólf bif­reiðar­inn­ar.