Nýjast á Local Suðurnes

Jafnt í markaleik á Hornafirði

Njarðvíkingar voru óheppnir að ná aðeins jafntefli í miklum markaleik á Hornafirði í dag þegar liðið sótti Sindra heim. Lokatölur urðu 3-3, eftir að Njarðvík hafði komist í 1-3.

Njarðvíkingar, sem geta þó huggað sig við að vera byrjaðir að þenja netmöskva andstæðingana á ný, sitja því enn í áttunda sæti 2. deildar, en nú með ellefu stig eftir tíu leiki.