Nýjast á Local Suðurnes

Keflavík enn á toppnum þrátt fyrir ótrúlegt tap

Kefla­vík kom­st í 2-0 gegn Haukum þegar liðin áttust við í Hafnarfirði í kvöld, en eftir ótrúlegan síðari hálfleik urðu Keflvíkingar að játa sig sigraða 4-2.

Haukar skoruðu sjálfsmark eftir um fimm mínútna leik og Jeppe Han­sen tvö­faldaði for­skot Kefla­vík­ur á 48. mín­útu. Eftir það tóku Haukar leikinn í sínar hendur og röðuðu inn þremur mörkum á 17 mínútna kafla um miðjan síðari hálfleik. Þeir gerðu svo út um leikinn á 82. mínútu. Þrátt fyrir tapið eru Keflvíkingar enn efstir í deildinni með 34 stig, einu stigi meira en Þrótt­ur sem er í öðru sæti.