Nýjast á Local Suðurnes

Enn miklar tafir á hjá WOW-air eftir að bíll rann á flugvél

Enn eru tafir hjá lággjaldaflugfélaginu WOW-air sem oraskast af árekstri hleðslubifreiðar sem rann á eina af flugvélum félagsins á Keflavíkurflugvelli. Áreksturinn átti sér stað þann 19. desember síðastliðinn.

Að sögn upplýsingafulltrúa flugfélagsins á þeim tíma, skemmdist vélin lítillega við áreksturinn, en þrátt fyrir það hefur flugfélagið átt í vandræðum með að vinna upp tafir. Suðurnes.net hefur heyrt í farþegum sem töfðust það mikið á aðfangadag að þeir náðu ekki að borða jólamatinn með sínum nánustu. Nú á gamlársdag stefnir í að einhverjir farþegar verði tæpir á að ná síðustu máltíð ársins með sínum nánustu og er áreksturinn enn gefinn upp sem ástæða tafanna.