Ekki þarf að grípa til aðgerða vegna mengunar

Niðurstöður rannsóknar verkfræðistofunnar Verkís á menguðum jarðvegi við Flugvelli, ofan Iðavalla í Reykjanesbæ, voru kunngerðar bæjaryfirvöldum í gær. Niðurstöðurnar sýana að magnið af þrávirka efninu PCB er undir hættumörkum.
Niðurstöður rannsóknarinnar hafa þó ekki verið gerðar opinberar, en Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir í samtali við mbl.is að ekki þurfi að grípa til aðgerða.
„Samkvæmt þessum niðurstöðum eru efnin við greiningarmörk og því þurfum við ekki að grípa til neinna aðgerða. Styrkurinn þarf að fara töluvert upp fyrir það sem þessar niðurstöður sýna, til þess að við þyrftum að fara að hafa áhyggjur,“