Nýjast á Local Suðurnes

Ekki þarf að grípa til aðgerða vegna mengunar

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Niður­stöður rann­sókn­ar verk­fræðistof­unn­ar Verkís á menguðum jarðvegi við Flugvelli, ofan Iðavalla í Reykjanesbæ, voru kunngerðar bæjaryfirvöldum í gær. Niðurstöðurnar sýana að magnið af þrá­virka efn­inu PCB er und­ir hættu­mörk­um.

Niðurstöður rannsóknarinnar hafa þó ekki verið gerðar opinberar, en Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir í samtali við mbl.is að ekki þurfi að grípa til aðgerða.

„Sam­kvæmt þess­um niður­stöðum eru efn­in við grein­ing­ar­mörk og því þurf­um við ekki að grípa til neinna aðgerða. Styrk­ur­inn þarf að fara tölu­vert upp fyr­ir það sem þess­ar niður­stöður sýna, til þess að við þyrft­um að fara að hafa áhyggj­ur,“