Lofuðu bót og betrun eftir að hafa ekið hjálmlausir

Lögreglan á Suðurnesjum hafði um helgina afskipti af tveimur hjálmlausum unglingspiltum á vespu. Þeim var gerð grein fyrir að um væri að ræða ólöglegt og hættulegt athæfi. Þeir lofuðu bót og betrun, sá sem ók læsti vespunni og héldu þeir leiðar sinnar fótgangandi.
Í tilkynningu lögreglu segir að aðstandendum hafi verið tilkynnt um málið svo og barnaverndarnefnd.