Nýjast á Local Suðurnes

Björgunarsveitin Þorbjörn tekur þátt í leit að manni á vestfjörðum

Myndin tengist fréttinni ekki beint - Mynd: Landsbjörg

Fyrr í kvöld lagði af stað fimm manna hópur björgunarsveitarfólks frá Grindavík áleiðis vestur á Patreksfjörð en þar stendur yfir leit af Guðmundi Sverrissyni sem saknað hefur verið síðan í nótt.

Áætlað er að aksturinn vestur taki um 6 klukkustundir og stendur til að nota morgundaginn til leitar. Hópurinn er vel útbúinn en hann er meðal annars með bát og nætursjónauka meðferðis.