Nýjast á Local Suðurnes

Brotist inn bát í Sandgerðishöfn

Brotist var inn í bát í Sandgerðishöfn og skemmdir unnar á innanstokksmunum.

Meðal annars braut þjófurinn rúðu í matsal bátsins og spennti þar upp glugga og komst inn í brúnna þar og rótaði í skápum og skúffum, segir á vef aflafrétta, sem greindi fyrst frá.

Skemmdir voru nokkrar og er lögreglan á Suðurnesjunum með málið til rannsóknar, segir í fréttinni á aflafréttir.is, en þar má meðal annars sjá myndir af skemmdum og meintum skemmdarverkum.