Jarðskjálftar og eldgos: Svona virka tryggingar

Vegna óvissustigs á Reykjanesi hafa flest tryggingafélög á landinu komið eftirfarandi upplýsingum um tryggingar og forvarnir á framfæri.
Náttúruhamfaratrygging Íslands bætir tjón á öllum brunatryggðum húseignum sem verða fyrir tjóni vegna eldgoss og jarðskjálfta. Tryggingin bætir einnig tjón á innbúi og öðrum innanstokksmunum ef brunatrygging er til staðar á hjá tryggingarfélagi. Bifreiðar eru ekki tryggðar í þessum aðstæðum en flest tryggingafélög bjóða upp á auka tryggingar sem myndu þá bæta tjón af völdum eldgoss eða jarðskjálfta.
Einstaklingar og fyrirtæki eru hvött til þess að fara vel yfir tryggingar sínar og athuga hvort þær endurspegli raunveruleg verðmæti þess sem þær eiga að tryggja. Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðum tryggingafélaganna.