Nýjast á Local Suðurnes

Jarðskjálftar og eldgos: Svona virka tryggingar

Vegna óvissu­stigs á Reykja­nesi hafa flest tryggingafélög á landinu komið eft­ir­far­andi upp­lýs­ing­um um trygg­ing­ar og for­varn­ir á fram­færi.

Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing Íslands bæt­ir tjón á öll­um bruna­tryggðum hús­eign­um sem verða fyr­ir tjóni vegna eld­goss og jarðskjálfta.  Trygg­ing­in bæt­ir einnig tjón á inn­búi og öðrum inn­an­stokks­mun­um ef bruna­trygg­ing er til staðar á hjá trygg­ing­ar­fé­lagi. Bifreiðar eru ekki tryggðar í þessum aðstæðum en flest tryggingafélög bjóða upp á auka tryggingar sem myndu þá bæta tjón af völdum eldgoss eða jarðskjálfta.

Ein­stak­lingar og fyr­ir­tæki eru hvött til þess að fara vel yfir trygg­ing­ar sín­ar og at­huga hvort þær end­ur­spegli raun­veru­leg verðmæti þess sem þær eiga að tryggja. Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðum tryggingafélaganna.