Nýjast á Local Suðurnes

Sólborg með nýtt lag – Davíð og Hildur Selma með danssporin á tæru í flottu myndbandi!

Söngkonan Sólborg Guðbrandsdóttir hefur sent frá sér nýtt lag, Lífið snýst um mig og mína. Myndbandið við lagið, sem finna má hér fyrir neðan er af dýrari gerðinni, leikstjórinn er bróðir Sólborgar, Davíð Guðbrandsson, en hann hefur leikið í fjölda kvikmynda og sjónvarpsþátta undanfarin ár auk þess sem hann hefur tekið þátt í fjölda uppsetninga á sviði.

Davíð leikur einnig í myndabandinu við lagið ásamt Hildi Selmu Sigbertsdóttur, en þau taka nokkur vel valin dansspor í Reykjanesbæ og flottri náttúru Reykjanessins.

Lagið er gott og grípandi og ætti að fara að heyrast á öldum ljósvakans innan tíðar.