Nýjast á Local Suðurnes

Hráefni til framleiðslu United Silicon landað í Helguvík

Fyrsti farmurinn af hráefni sem notað er við framleiðslu í Kísilveri United Silicon í Helguvík er kominn til landsins, um er að ræða 5.775 tonn af quartz efni frá Spáni. Gert er ráð fyrir að klára byggingu kísilvers United Silicon þann 30. júní næstkomandi og hefja framleiðslu þann 15. júlí.

Norskir sérfræðingar koma til landsins í byrjun júlí til að þjálfa starfsfólkið og er búist við að framleiðslan verði komin á fullt í lok júlí.