Ekið á kyrrstæða bifreið á Reykjanesbraut

Ekið á kyrrstæða bifreið á aðrein á Reykjanesbraut skömmu eftir klukkan hálf níu í morgun. Sjúkrabílar frá Brunavörnum Suðurnesja voru kallaðir til en meiðsl eru ekki talin alvarleg.
Frá þessu er greint á vef Vísis. Þar segir að slysið hafi orðið á aðrein á Reykjanesbraut til móts við Kaffitár í Reykjanesbæ.
Kyrrstæða bílnum hafði verið lagt á langri aðrein og er talið að ökumaður bílsins sem ók á þann kyrrstæða hafi verið augað á akreinunum til vinstri til að komast inn á sjálfa Reykjanesbrautina þegar hann ók á kyrrstæða bílinn.