Nýjast á Local Suðurnes

Tæpar 16 milljónir frá Lóu til Suðurnesja

Ljósmynd: Reykjanesbær.is / OZZO

Tilkynnt hefur verið um úthlutanir úr Lóu – nýsköpunarstyrki fyrir landsbyggðina. Í ár hljóta 27 verkefni styrk alls fyrir tæplega 139 milljónir króna., þar af fengu tvö Suðurnesjafyrirtæki styrki.

Nýsköpunarverkefnin sem hljóta styrk að þessu sinni eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg og dreifast um landið allt, segir í tilkynningu. Styrkjum úr Lóu er ætlað að styðja við eflingu byggða og landshluta með nýskapandi verkefnum, auk þess að hlúa að vistkerfi nýsköpunar á landsbyggðinni.

Opus Futura hlaut styrk upp á 9,5 milljónir, en fyrirtækið hefur í þróun veflausn sem para saman einstaklinga og störf á sjálfvirkan hátt sem er mun nákvæmari en hingað til hefur veirð gert. Um er að ræða byltingarkennda nýjung í því hvernig bakgrunnur, menntun, reynsla ðg persónubundnuir þættir eru metnir og settir fram í ráðningarferli.

Mannvirki og malbik ehf. Hefur undanfarin misseri hannað Öryggiskrossinn, sem er nýsköpunarvara sem er handunnin hér á landi, notuð til tímabundinna lokana á flugbrautum og akbrautum alþjóðaflugvalla um allan heim. Tveir vöruflokkar, flugbrautakross og akbrautakross, hafa þegar selst til nokkurra flugvalla í Evrópu og eru þrír vöruflokkar til viðbóta nú í þróun. Fyrirtækið hlaut rúmlega 6 milljóna styrk.