Nýjast á Local Suðurnes

Arngrímur og Pétur á HM – Etja kappi við bestu spilara heims

Suðurnesjamennirnir og píluspilararnir Arngrímur Anton Ólafsson og Pétur Rúðrik Guðmundsson hafa tryggt sér sæti á World Cup of darts, sem fram fer í Frankfurt í lok júní.

Þeir Arngrímur og Pétur enduðu efstir íslendinga á stigalista PDC Nordic Baltic order of merit og unnu þannig þátttökurétt fyrir Íslands hönd.

Pétur Rúðrik er reyndur píluspilari og núverandi landsliðsþjálfari í íþróttinni á meðan Arngrímur hefur stundað íþróttina í um þrjú ár með eftirtektarverðum árangri, en hann endaði langefstur íslensku spilarana á fyrrnefndri Norðurlandamótaröð.

Á WC of darts verður keppt í tvímenning og munu þeír félagar því keppa saman. Margir af bestu spilurum heims taka þátt í mótinu, þar á meðal núverandi heimsmeistari, englendingurinn Luke Humphrey, margfaldur heimsmeistari, skotinn Peter Wright og hollendingurinn Michael van Gerwin svo einhverjir séu nefndir.